Seldu um allan heim með myPOS greiðslubeiðni

Hvað er greiðslubeiðni?

Greiðslubeiðni er myPOS eiginleiki sem gerir söluaðilum kleift að taka við greiðslum hvaðan sem er í heiminum. Hún er einnota, sérsniðinn greiðslutengill sem vísar á örugga síðu til að ganga frá kaupunum.

Það er auðvelt að búa til tengilinn í gegnum reikning myPOS og senda hann í SMS, tölvupósti eða skilaboðaforriti.

Þegar viðskiptavinurinn er á staðnum er einnig hægt að greiða með QR-kóða í gegnum myPOS appið, posannn eða myPOS Glass appið.

  • Öruggt

    Minni hætta á bakfærslum

  • Skilvirkt

    Innbyggð rakning og tilkynningar

  • Á staðnum

    Innistæður aðgengilegar samstundis

  • Einfalt

    Auðvelt í notkun og uppsetningu

Þú borgar aðeins þegar þú færð borgað

Engin mánaðargjöld eða leigusamningar!

0 kr

Mánaðargjöld

1.50% + 35 kr

fyrir hverja færslu

0%

gjald fyrir tafarlausa útborgun

Neytendakort til notkunar innanlands og innan EES

1.50% + 35 kr

fyrir hverja færslu

American Express

2.50% + 35 kr

fyrir hverja færslu

Öll önnur neytenda- og viðskiptakort

2.90% + 35 kr

fyrir hverja færslu

MO/TO greiðslur

Netgreiðslugjald + 0.5%

fyrir hverja færslu

* Athugaðu að fyrir fjargreiðslufærslur eru kort sem gefin eru út í Bretlandi ekki talin til EES-korta og er sett gjald á slíkar færslur út frá því.

Athugaðu að þessi tafla sýnir aðeins stutta úttekt á gjaldskránni okkar.
Til að sjá ítarlega sundurliðun á verðum og gjaldskrám skaltu smella hér.

Hvernig virkar greiðslubeiðni?

Sérsniðið fyrir rekstur af öllum gerðum

Leiguþjónusta

Leiguþjónusta

Sama hvort þú leigir út bíla eða gistingu þá geturðu auðveldlega tekið við greiðslum, bæði með fjargreiðslum eða beint frá viðskiptavinum á staðnum.

Smásala

Smásala

Seldu án takmarkana og náðu til viðskiptavina um allan heim. Opnaðu fyrir ótakmarkaða greiðslumöguleika frá viðskiptavinum, sama hvar þeir eru.

Gistiþjónusta

Gistiþjónusta

Bættu upplifun gestanna þinna með því að taka við fjargreiðslum fyrir gististaðinn þinn og gerðu dvöl þeirra eftirminnilega.

Listir, tónlist og áhugamál

Listir, tónlist og áhugamál

Breyttu áhugamáli þínu í blómstrandi rekstur. Leystu þinn innri listamann úr læðingi og aflaðu tekna af áhugamálinu.

Félagsaðild

Félagsaðild

Rukkaðu stök áskriftargjöld eða reglulegar greiðslur fyrir aðild. Þú velur upphæð og tíðni.

Viðburðir

Viðburðir

Rukkaðu inngöngugjald fyrir viðburði af öllum gerðum og stærðum. Seldu miða og varning á netinu eða á staðnum.

Skoðaðu aðrar greiðslulausnir frá okkur

Greiðslutagg

Payment Tag er margnota tengill á örugga vefsíðu fyrir greiðslur á netinu. Það er auðvelt að búa það til og þú getur sérsniðið það með því að velja heiti á tengilinn og bæta við vörumerki fyrirtækisins þíns. Þegar tengillinn hefur verið búinn til er hægt að deila honum í gegnum allar vinsælustu samskiptarásirnar.

Læra meira

myPOS Checkout

Færðu reksturinn þinn á hærra stig og opnaðu fyrir alla möguleika hans í netverslun. Innfelldu örugga greiðslugátt hnökralaust á vefsvæðið þitt með því að nota myPOS Checkout og byrjaðu að selja á netinu.

Læra meira

PayButton og PayLink

Þessir auðveldu greiðslutenglar og hnappar eru hannaðir til að vera margnota og eru með fyrirfram tilgreinda upphæð. Þú getur deilt tenglunum í gegnum tölvupóst, SMS, samfélagsmiðla eða jafnvel fellt þá inn í YouTube myndband.Hnapparnir eru tilvaldir til að fella inn á vefsvæðið eða bloggið þitt.

Læra meira

Rúmlega 200 000 söluaðilar treysta okkur

Algengar spurningar

Kostirnir sem fylgja greiðslubeiðni eru fjölmargir. Þjónustan greiðir fyrir fjarsölu,stækkar viðskiptavinahópinn og hefur að auki eftirfarandi kosti:

  • Notandavæn og einföld uppsetning sem sparar tíma og fyrirhöfn
  • Deilt á milli ólíkra samskiptarása
  • Hægt að taka við greiðslum á fjölbreyttan hátt í margs konar tilgangi
  • Innbyggð rakning og tilkynningar sem einfalda þér að fylgjast með stöðu færslna
  • Engin mánaðargjöld, þú greiðir eingöngu þegar þú selur eitthvað

Þó að báðar þjónusturnar geti virst svipaðar í fyrstu bjóða þær upp á ólíka eiginleika. Greiðslubeiðni er einnota tengill á vefslóð með fyrirfram ákveðinni greiðsluupphæð og er gerð fyrir hverja færslu. Payment Tag er hannað til að vera margnota. Það er búið til einu sinni og er síðan hægt að nota oft með ólíkum viðskiptavinum. Einnig geturðu valið um að tilgreina greiðsluupphæð, en þú getur líka leyft viðskiptavinum þínum að ákveða hana.

Bæði greiðslubeiðni og reikningar gera þér kleift að taka við fjargreiðslum með korti frá viðskiptavinum. Helsti munurinn er á hvaða sniði viðskiptavinurinn fær beiðnirnar.
Greiðslubeiðni er einföld greiðsluvefslóð sem hægt er að deila með viðskiptavinum í gegnum ýmsar samskiptarásir. Hún inniheldur eingöngu upplýsingar um upphæðina og lýsingu. Með því að fara á tengilinn geta viðskiptavinir greitt strax í gegnum örugga vefsíðu.
Á hinn bóginn eru reikningar ítarlegri og innihalda upplýsingar um vörur til greiðslu, skatta og bankaupplýsingar viðtakanda greiðslunnar. Greiðslan er yfirleitt gerð með bankamillifærslu, sem gerir hana aðeins flóknari.

Já. Þú getur beðið um greiðslu frá hverjum sem er, óháð staðsetningu og með því að nota einhverja af algengustu samskiptarásunum.

Greiðslubeiðni þarf að innihalda eftirfarandi atriði: greiðsluupphæð, tilvísun, gildistíma og upplýsingar viðskiptavinarins, til dæmis netfang hans eða símanúmer.

Að sjálfsögðu! Greiðslubeiðni var hönnuð til að hjálpa söluaðilum að selja erlendis og taka við greiðslum frá viðskiptavinum um allan heim á auðveldan og skilvirkan hátt.

Búðu þig undir að stækka viðskiptavinahópinn?

Byrjaðu að selja með fjargreiðslum eða taktu við QR-greiðslum í eigin persónu með greiðslubeiðni

Setja upp núna
Cookie

Veldu kökustillingu