Studdar greiðsluaðferðir

Það skiptir engu hvernig fyrirtæki þú rekur eða af hvaða tagi viðskiptavinir þínir eru, þú þarft að geta tekið við öllum vinsælustu kortunum og greiðsluaðferðunum tafarlaust.

Hér eru vinsælustu greiðsluaðferðirnar, kortin og farveskin sem við getum boðið fyrirtæki þínu upp á:

Vaxandi kröfur viðskiptavina og sveiganlegri greiðsluaðferðir sem ný tækni býður upp á eru meðal mikilvægustu ástæðna þess að nauðsynlegt er að taka við sem mestu úrvali af greiðsluaðferðum.

  • Visa

    Visa er frægt um allan heim og eru notendur rúmlega 1,5 milljarður. Vinsældir þess gerir það að einu stærsta alþjóðlega greiðslukortaneti í heimi hvað varðar viðskiptaverð og er ríkjandi greiðsluaðferðin á öllum lykilmörkuðunum nema Kína.

  • Mastercard

    Eitt af heimsins þekktustu kortum með rúmlega 1 milljarð notenda, og fjölgar enn. Mastercard er nú ríkjandi á Evrópumarkaði og er leiðandi á markaði í löndum eins og Austurríki, Benelux-efnahagssambandinu, Ungverjalandi o.fl.

  • Visa Electron

    Þetta er afurð frá Visa og er afar vinsælt og sveigjanlegt debetkort, gefið út um allan heim.

  • Maestro

    Maestro er afurð frá Mastercard og er debetkort sem hægt er að nota víðast hvar í Evrópu.

  • V Pay

    Evrópska debetkortið með auknu öryggi, gefið út af Visa Europe.

  • Amex

    American Express eða AMEX er vinsælasta kreditkortið í Bandaríkjunum. Hægt er að nota það í rúmlega 130 löndum og notendur eru rúmlega 100 milljónir um allan heim.

  • JCB

    JCB-kort eru gefin út af Japan Credit Bureau (JCB), sem er stærsta kreditkortafyrirtækið í Japan, og er hægt að nota þau í rúmlega 190 löndum um allan heim.

  • Bancontact

    Leiðandi rafræn greiðsluaðferð í Belgíu. Til þess að nota Bancontact þarf viðskiptavinurinn að vera með kort sem tengt er við belgískan bankareikning.

  • iDEAL

    Vinsælasta netgreiðsluleiðin í Hollandi. iDEAL er millibankakerfi sem nær yfir alla helstu neytendabanka Hollands.

  • Apple Pay

    Apple Pay er stafrænt veski og er hannað með aðdáendur Apple í huga. Það gerir neytendum kleift að borga með iPhone, iPad, úri eða Mac.

  • Google Pay

    Fljótleg og einföld greiðsluleið í boði fyrir Android-notendur. Google Pay gerir viðskiptavinum kleift að borga með Android-símum sínum, úri eða spjaldtölvu og nota þannig kortin sem vistuð eru á Google-reikningi þeirra.

  • Samsung Pay

    Stafrænt fargreiðsluveski frá Samsung. Samsung Pay gerir viðskiptavinum kleift að greiða á auðveldan hátt með Samsung-snjallsímum sínum og öðrum sambærilegum Samsung-tækjum.

Cookie

Veldu kökustillingu