Færsluvillur á myPOS tæki | |
---|---|
Villumeldingar og skilaboð | Ástæða villumeldingar og frekari leiðbeiningar |
Villa: 04 'Fangað kort' | * Reyndu ekki að vinna úr greiðslunni með kortinu * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins, staða sýnir að kortið sé stolið * Biddu viðskiptavininn um að reiða fram annað kort |
Villa: 41 'Týnt kort' | * Reyndu ekki að vinna úr greiðslu með kortinu * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins, staða sýnir að kortið sé týnt |
Villa: 43 'Stolið kort' | * Reyndu ekki að vinna úr greiðslu með kortinu * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins, staða sýnir að kortið sé stolið * Ekki er ráðlagt að halda sölunni áfram |
Villa: 51 'Ónæg innistæða' | * Ekki er næg innistæða til að greiða upphæðina * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við bankann sinn * Biddu viðskiptavininn um að reiða fram annað kort |
Villa: 54 'Útrunnið kort' | Athugaðu gildistíma kortsins sem ritaður er á kortið. * Dagsetning fram í tímann: Reyndu færsluna aftur * Dagsetning aftur í tímann: Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins og endurnýja * Biddu viðskiptavininn um að reiða fram annað kort |
Villa: 55 'Rangt PIN númer' | * Spurðu viðskiptavininn hvort PIN númerið sé rétt * Ef PIN númerið var rétt gæti útgefandi kortsins átt í kerfisvandræðum * Reyndu færsluna aftur |
Villa: 57 'Færsla ekki leyfð af útgefanda' | * Segðu viðskiptavininum að útgáfubankinn leyfi ekki færsluna sem verið er að reyna að gera með kortinu og að hafa ætti samband við bankann * Biddu viðskiptavininn um að reiða fram annað kort |
Villa: 58 'Færsla ekki leyfð á posa' | * Posinn hefur verið læstur fyrir greiðsluna sem þú ert að reyna að gera * Skráðu þig inn á myPOS reikninginn og athugaðu stillingar tækisins * myPOS tæki leyfa takmarkanir fyrir: 1. Endurgreiðslur; 2. Ógildar færslur og 3. Áfyllingar |
Villa: 61 'Fer yfir úttektarmörk' | Farið hefur verið yfir úttektarmörk (færsluupphæð) kortsins. * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins |
Villa: 62 'Takmarkað kort' | Villumelding frá banka korthafans * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins |
Villa: 63 'Öryggisbrot' | Öryggisbrot * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins |
Villa: 65 'Fer yfir hámarksfjölda úttekta' | Farið var yfir fjöldatakmörk (fjölda færslna) kortsins. * Ráðleggðu viðskiptavininum að hafa samband við útgefanda kortsins |
Villa: 75 'PIN númer slegið of oft inn' | PIN númer kortsins hefur verið slegið rangt inn þrisvar sinnum í röð. * Reyndu ekki að vinna aftur úr greiðslunni með kortinu * Biddu viðskiptavininn um að reiða fram annað kort |
Villa: AF/TR/TR-02/TR-11/CC/EE 'Færslu er hafnað' | Nokkrar hugsanlegar ástæður: Kortið var tekið út of fljótt og úrvinnsluferlið var rofið Posinn gat ekki dulkóðað skilaboðin og unnið úr færslunni Gerð kortsins var ekki þekkt Ógilt PIN númer Ógild færslugögn Upplýsingar vantar um söluaðila eða posa Gjaldeyrir kortsins passar ekki við gjaldeyri posans Útgefandi kortsins samþykkir færsluna en kortið hafnar færslunni Viðskiptavinurinn ýtti á rangan takka á posanum og hætti óvart við færsluna Villa í dulkóðun * Reyndu færsluna aftur * Biddu viðskiptavininn um að reiða fram annað kort |
Villa: PE 'Ógildur forheimildarkóði' | Innsleginn fyrirframheimildarkóði er ógildur |
Skilaboð fyrir samskiptavillur | |
---|---|
Villukóði | Lýsing |
5 | Tæki reynir að hafa samskipti í gegnum Bluetooth. Villa kom upp við að senda eða taka á móti gögnum. |
11 | Tæki les kort, PIN númer er slegið inn (þegar þess er þörf) og síðan eru heimildaskilaboð send. Villa 11 gerir grein fyrir vandamálinu þegar heimildaskilaboð eru send. |
12 | Heimildaskilaboðin hafa verið samþykkt. Villa kom upp við sendingu föngunar-/uppgjörsskilaboða eftir á. |
13 | Heimildaskilaboðin eru samþykkt. Villa kemur upp ef: - færslunni var hafnað af kortinu eftir á - tíminn rennur út á posanum Færslunni er þess vegna snúið við. |
14 | Villa kom upp við sendingu gagna þegar reynt var að staðfesta virkunarkóða. |
15 | Villa kom upp við sendingu gagna þegar verið var að athuga uppfærslur. |
16 | Villa kom upp við sendingu gagna þegar reynt var að ná í / hreinsa afstemmingarskýrslur. |
17 | Villa kom upp við sendingu gagna þegar reynt var að staðfesta afvirkjunarkóða. |
18 | Villa kom upp við sendingu gagna þegar verið var að athuga tengingu. |
19 | Villa kom upp þegar verið var að staðfesta virkjun / afvirkjun tækisins. |
20 | Villa kom upp þegar verið var að staðfesta hýsilskilaboð |
21 | Algeng samskiptavilla; venjulega hefur fjartengdur hýsill lokað tengingunni |
22 | Engin viðbrögð fengust fyrir senda beiðni |
Villur í myPOS tæki | |
---|---|
Villumeldingar og skilaboð | Ástæða villumeldingar og frekari leiðbeiningar |
Villa: XX ‘Ekki tókst að ná í heimildaraðila’ | * Gakktu úr skugga um að beinirinn þinn sé ekki með takmörk á netumferð eða síur - beinirinn þinn krefjist ekki sérstakra stillinga á TCP/IP uppsetningu fyrir tengingar í tækinu þínu (myPOS mun aðeins nota sjálfgefnar stillingar) * Gakktu úr skugga um að netstyrkurinn sé nógu sterkur. Styrkleiki netsins er gefið til kynna með þráðlausu merki sem er staðsett í efri hluta skjásins á tækinu þínu. Til að tengjast í gegnum Wi-Fi beini, vinsamlega fylgdu leiðbeiningunum í “Hvernig á að tengja tækið þitt með Wi-Fi” hlutanum úr Notendahandbókinni sem kom með pakkanum þínum. |
Villumelding “Kort fannst ekki í Rauf 1.” á myPOS Combo tæki, en kortið er nú þegar í tækinu | Vinsamlega athugaðu hvort símkortið þitt er í réttri kortarauf. myPOS tækið þitt hefur 2 raufar fyrir símkort. Gakktu úr skugga um að þú sért að nota rauf 1 (fyrir aftan). Fyrsta aðgengilega raufin (rauf 2) á að vera tóm. |
Villumelding “Ekki tókst að skrá nettengingu” | Þetta þýðir að myPOS tækið gat ekki fundið sjálfgefnar stillingar á farsímakerfinu þínu. Vinsamlega, smelltu á græna hnappinn (O) stillingar til að setja þær inn handvirkt. Þú verður beðinn um APN (nafn nettengingar), notandanafn og lykilorð. Þú getur fundið upplýsingarnar hjá fjarskiptafyrirtækinu þínu. |
Villumelding „Ekki tókst að virkja tækið“ þegar virkjunarkóðinn er stimplaður inn | Vinsamlega gakktu úr skugga um að virkjunarkóðinn sé rétt stimplaður inn og reyndu aftur. Vinsamlega hafðu í huga að virkjunarkóðinn gildir í einn sólarhring. Ef að kóðinn þinn er útrunninn þarftu að láta mynda nýjan. Ef þú ert enn í vandræðum við virkjunina, vinsamlega sendu þjónustuverinu okkar tölvupóst úr skráða tölvupóstfanginu þínu. Við munum hafa samband við þig innan 48 klukkustunda. |
Það heppnaðist að virkja myPOS tækið en hins vegar mistókst uppfærslan | Vinsamlega athugaðu nettenginguna þína og reyndu aftur. Að öðrum kosti getur þú breytt um tengingarleið og reynt að uppfæra aftur. Uppfærsluferlið er nauðsynlegt eftir virkjunina þannig að myPOS tækið mun hvetja þig til að ljúka ferlinu. |
Færsla sem fór í gegn með stöðuna „Fór ekki í gegn“ í „Reikningar" eða í „Tæki“ valmyndinni | Ef færslan þín fór í gegn og tækið sýndi að aðgerðin heppnaðist, þá er þessa staða sýnd vegna þess að staðfestingarskilaboðin frá posanum hafa ekki verið móttekin af kerfinu ennþá. Þetta gæti komið til vegna truflunar í ferlinu eða í tengingunni. Næst þegar færsla er gerð þá mun myPOS tækið þitt klára fyrri færslu fyrst og síðan vinna nýju færsluna. |